Mason Mount hætti með unnustu sinni á síðasta ári og hefur tekið sér tíma til að finna taktinn sinn.
Nú greina ensk blöð frá því að Mount hafi skráð sig inn á forritið Raya sem er stefnumótaforrit ríka og fræga fólksins.
Aðeins útvaldir fá að vera með á Raya en vitað hefur verið í mörg ár að þarna fer ríkt og frægt fólk í leit að ástinni og öðru,
Mount og Chloe Wealleans-Watts slitu sambandi sínu á síðasta ári en síðan þá hefur Mount verið kjörinn huggulegasti knattspyrnumaður Bretlands.
Hann hefur prýtt forsíður blaðanna og er afar vinsæll á meðal ensku þjóðarinnar.