fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Sólveig Anna segir Gabríel fáránlegan og eigi líklega erfitt með að lesa sér til gagns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 05:53

Sólveig Anna Jónsdóttir Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ritaði pistil á Facebook í gærkvöldi þar sem hún veitist harkalega að fyrrum starfsmanni félagsins. Viðkomandi, Gabríel Benjamín, hafði betur fyrir Félagsdómi þegar dómurinn kvað upp þann dóm að uppsögn hans hjá Eflingu hafi verið ólögmæt.

Þetta fer greinilega illa í Sólveigu Önnu sem segir meðal annars í pistli sínum: „Þessi fáránlegi einstaklingur sendi mönnum útí bæ persónuleg skilaboð um að ég væri að ljúga þegar ég sagði frá alvarlegri og grófri ofbeldishótun sem ég varð fyrir frá samstarfsmanni hans. Allt sem ég sagði var „pjúra lygi“ samkvæmt þessum manni. Hann skrifaði snarbilaða níðgrein um mig síðasta vetur, uppfulla af grófum persónuárásum og lygum. Hann er svo stórundarlega innréttaður að hann lét færa það sérstaklega til bókar í fundargerð að skipulagsbreytingin sem meirihluti stjórnar Eflingar samþykkti eftir að hafa unnið sigur í lýðræðislegum kosningum um forystu í félaginu væri framkvæmd af því að ég þyrði ekki að mæta honum og horfa í augun á honum!”

Hún segir einnig að Gabríel hafi ítrekað sagt ósatt í fjölmiðlum um starfsemi skrifstofu Eflingar og hafi gert það til að skapa hræðslu hjá félagsfólki og til að breiða út áróður um að Sólveig og félagar hennar gætu ekki stýrt Eflingu.

„Meðal annars laug hann því að við gætum ekki greitt út sjúkradagpeninga til fólks, gætum ekki tryggt ein mikilvægustu réttindi félagsfólks. Hann sótti svo ekki einu sinni um starf aftur hjá félaginu, eins og allt starfsfólk var hvatt til að gera. Hversvegna? Jú, af því að hann trúði því að ég ætti að hringja í hann og bjóða honum starfið (eða bjóða honum á fund til að horfa í augun á honum) sökum stórkostlegrar sérstöðu hans í mannlegri tilveru! Og hann trúði því, og félagsdómur tekur undir þær trylltu ranghugmyndir af sínum ríkulega sakfellingarvilja, að hann einn, skrifstofu-prinsinn sem ætlaði sér að „lýðræðisvæða“ Eflingu og frelsa undan yfirráðum lýðræðislega kjörins félagsfólks, ætti að vera undanskilinn skipulagsbreytingunni. Og hann kallar mig einræðisherra fyrir að hafa ekki talið rétt að krýna hann sérstakann skrifstofuprins Eflingar. Þetta er svo gjörsamlega fáránlegt að ég get ekki annað en hlegið,“ segir hún.

„Annars virðist hann ekki skilja dóminn, enda er sennilega erfitt að lesa sér til gagns þegar að mikilmennskubrjálæðið er svona yfirþyrmandi. En ég kem því þá hér með á framfæri: Þetta er ekki dómur um þá skipulagsbreytingu sem við framkvæmdum, nauðsynlega, réttmæta og árangursríka. Hún er lögmæt. Hún stendur. Og því fær ekkert breytt,” segir hún síðan að lokum.

Skjáskot af færslu Sólveigar Önnu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans