Á kvöld- og næturvakt lögreglunnar bar það helst til tíðinda að einn var vistaður í fangageymslu fyrir að hafa í hótunum við starfsfólk fyrirtækis og fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglunnar. Viðkomandi hefur ítrekað komið við sögu lögreglunnar fyrir margvísleg brot.
Annar maður var vistaður í fangageymslu vegna hótana sem hann hafði uppi og ástands hans en hann var í annarlegu ástandi.
Einn ökumaður var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum vímuefna og akstur án ökuréttinda.