fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Guardiola um atvikið: ,,Ég mun ræða við Haaland“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 21:22

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, mun ræða við framherjann Erling Haaland eftir atvik sem kom upp um helgina.

Haaland fékk gult spjald í 1-1 jafntefli við Everton en var í raun heppinn að sleppa við rautt spjald.

Tæklingin var á Vitalii Mykolenko en Haaland kom aftan að leikmanninum og uppskar að lokum gult.

Haaland virkaði nokkuð pirraður út í andstæðing sinn í þessum leik en Guardiola ætlar að ræða við sinn mann og passa upp á að hann fái ekki það rauða.

,,Ég mun ræða við Haaland um þetta. Þetta var klárlega gult spjald. Hann var á gulu spjaldi og ég varaði hann við því það getur verið hættulegt,“ sagði Guardiola.

,,Við getum ekki spilað 10 gegn 11, hann var nokkuð reiður eftir það sem gerðist en brást að lokum vel við og átti góðan leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“