Það er ansi áhugaverð viðureign á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Arsenal tekur á móti Newcastle.
Um er að ræða tvö heitustu lið deildarinnar en Arsenal er á toppnum fyrir leikinn með sjö stiga forskot.
Newcastle hefur þó spilað frábærlega í vetur og er með 34 stig og getur náð öðru sætinu í sínum 18. leik.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Arsenal: Ramsdale, Zinchenko, Saliba, White, Gabriel Magalhães, Partey, Xhaka, Ödegaard, Martinelli Silva, Nketiah, Saka
Newcastle: Pope, Schär, Burn, Botman, Trippier, Bruno Guimarães, Willock, Longstaff, Joelinton, Wilson, Almirón