fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Harður árekstur á Suðurlandsvegi – 9 fluttir með flugi til Reykjavíkur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harður árekstur varð milli fólksbifreiðar og jeppabifreiðar á Suðurlandsvegi við Öldulón austan Fagurhólsmýrar um kl. 14:00 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef lögreglunnar.

Samkvæmt lögreglunni voru 9 manns í bílunum og voru allir fluttir með flugi til Reykjavíkur. Lögreglan gerir ráð fyrir því að tvær þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar verði notaðar til að flytja fólkið til höfuðborgarinnar en það verður sótt til Hafnar.

„Allir eru með góð lífsmörk,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að veginum hafi verið lokað á meðan á vinnu á vettvangi stóð en að nú sé verið að hreinsa til á veginum og undirbúa opnun.

„Hinsvegar má gera ráð fyrir umferðartöfum eitthvað áfram. Mikil hálka var á vettvangi í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“