Á nýársdag lést Greta Baldursdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari en greint er frá þessu á vef Hæstaréttar. Greta var dómari við réttinn frá 1. september 2011 til 31. ágúst 2020 þegar hún lét af embætti og var fjórða konan sem skipuð var dómari við Hæstarétt.
Hún útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands árið 1975 og fékk embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1980. Hún var settur borgarfógeti frá 1988 til 1992 og deildarstjóri við embætti sýslumannsins í Reykjavík árin 1992 og 1993.
Síðan varð Greta dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjavíkur 1993 og 1994, skrifstofustjóri þar frá 1994 til 1999 og héraðsdómari þar frá 1999 til 2011. Áður en hún varð hæstaréttardómari.
Greta sat einnig í áfrýjunarnefnd um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 2011 til 2014, var formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1998 til 2006. Og sat síðan í stjórn Dómarafélags Íslands 2005 til 2011.