fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Greta Baldursdóttir látin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 14:53

Greta Baldursdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nýársdag lést Greta Baldursdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari en greint er frá þessu á vef Hæstaréttar. Greta var dómari við réttinn frá 1. september 2011 til 31. ágúst 2020 þegar hún lét af embætti og var fjórða konan sem skipuð var dómari við Hæstarétt.

Hún útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands árið 1975 og fékk embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1980. Hún var settur borgarfógeti frá 1988 til 1992 og deildarstjóri við embætti sýslumannsins í Reykjavík árin 1992 og 1993.

Síðan varð Greta dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjavíkur 1993 og 1994, skrifstofustjóri þar frá 1994 til 1999 og héraðsdómari þar frá 1999 til 2011. Áður en hún varð hæstaréttardómari.

Greta sat einnig í áfrýjunarnefnd um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 2011 til 2014, var formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1998 til 2006. Og sat síðan í stjórn Dómarafélags Íslands 2005 til 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti