fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Jón tjáði sig um mál Guðmundar sem voru á allra vörum í haust – „Það hefði komið mér rosalega á óvart ef það hefði orðið“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 11:30

Jón Sveinsson, þjálfari Fram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram, var gestur í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut í gær. Þar var farið yfir síðasta tímabil í Bestu deild karla, þar sem Fram kom mikið á óvart, auk þess sem horft var fram veginn.

Nýliðum Fram var spáð neðsta sæti hjá flestum sparkspekingum fyrir mótið í fyrra. Liðið gerði sér hins vegar lítið fyrir og var í áttunda sæti þegar Bestu deildinni var skipt upp eftir 22 leiki.

„Spá er bara spá. Við vissum alveg fyrir hvað við stóðum og hvaða gæði væru í okkar hópi. Við höfðum engar áhyggjur af þessu. Auðvitað viltu ekkert að allir haldi að þú sért ömurlega lélegur. Þú vilt að fólk hafi trú á þér,“ segir Jón.

Hann telur að æfingaleikur við FH þar sem liðið fékk slæma útreið hafi litað spána mikið. „Manni fannst það kannski ekkert óeðlilegt miðað við það.“

video
play-sharp-fill

Leikir Fram síðasta sumar voru fjörugir. Liðið skoraði mikið magn af mörkum en fékk einnig mörg á sig.

„Við höfum verið að spila svoleiðis undanfarið en auðvitað kemstu upp með meira í Lengjudeildinni en deild þeirra bestu. Við héldum áfram að spila sóknarfótbolta, auðvitað vildum við hafa meiri jafnvægi í okkar leik og fá á okkur færri mörk. Það að vísu lagaðist í seinni hluta mótsins. Það er klárt að leiðin að árangri er að fá á sig færri mörk.“

Það er markmiðið að bæta varnarleikinn fyrir næstu leiktíð.

„Það er auðveldara að vinna í varnarleik og spila hann en sóknarleik. Það erfiðasta í fótbolta er að skora mörk. Þess vegna var ég mjög ánægður með að við værum að því. Karakterinn í mönnum var líka frábær saman hvað á bjátaði.“

Taldi aldrei líklegt að Guðmundur færi

Guðmundur Magnússon kom mikið á óvart í sumar og skoraði 17 mörk í Bestu deildinni. Hann deildi markakóngstitlinum með Nökkva Þey Þórissyni.

„Gummi er markaskorari að eðlisfari. En hann kom í alveg ótrúlega góðu standi og ætlaði að láta til sín taka, sem gekk upp. Það er þægilegt að vera með mann sem er alltaf líklegur til að skora mark.“

Í haust voru mál Guðmundar í brennidepli. Hann rifti fyrst samningi sínum við Fram en endurnýjaði viku síðar. Jón taldi aldrei líklegt að framherjinn færi frá félaginu.

„Ekki að mínu viti. Ég talaði að vísu ekki við Gumma á þessum tímapunkti. Ég hafði aldrei neinar áhyggjur af því. Ég held að Gummi sé á þeim stað sem hann vill vera á. Hann er Framari að upplagi og líður vel hjá félaginu. Það hefði komið mér rosalega á óvart ef það hefði orðið.“

Guðmundur Magnússon kom mörgum á óvart. Mynd: Fram

Nýtt fyrirkomulag var á efstu deild karla í sumar þar sem henni var skipt upp í tvo hluta að lokinni tvöfaldri umferð. Breiðablik stakk af í efri hlutanum svo spennan þar var lítil á þessu fyrsta tímabili með nýju fyrirkomulagi. Botnbaráttan var hins vegar hörð á milli þriggja liða. Fram slapp við hana að mestu.

„Við vorum óheppnir að mörgu leyti hvernig þetta spilaðist. Það var lítil spenna í toppbaráttunni. Við fáum tveggja vikna hlé á milli deildar- og úrslitakeppninnar. Á sama tíma er erlendi fótboltinn að fara í gang og inni íþróttirnar að fara á fullt. Ég held að það hafi allt spilað inn í að þetta var ekki eins skemmtilegt og til stóð. En það þýðir ekki að slá þetta af eftir eitt tímabil. Við verðum að sjá hvernig þetta verður á næstu árum. En þetta var ekki sérstakt í sumar,“ segir Jón um nýtt fyrirkomulag.

„Við vorum að reyna að búa til eitthvað til að mótivera menn og ögra þeim en það gekk ekkert sérstaklega vel. Við unnum þá leiki sem við þurftum að vinna.“

Frábært skref að flytja

Fram hefur endanlega flutt aðstöðu sína upp í Úlfarsárdal úr Safamýri. Þetta telur Jón frábært skref.

„Það hefur verið gífurlega erfitt fyrir félagið að vinna á tveimur stöðum, færa krakka á milli. Starfið í kringum félagið hefur verið erfitt. Við höfum ekki fengið fólkið úr Úlfarsárdalnum í Safamýrina til að sinna félaginu, eins og þú þarft á að halda þegar þú ert að reka svona félag. Ég held að það sé gífurlegt gæfuspor fyrir okkur að vera komin á einn stað, svo er aðstaðan ein sú besta á landinu.“

video
play-sharp-fill

Jón tók við Fram 2019 og hefur leiðin legið upp á við síðan. Liðið var í toppbaráttu 2020 en missti af því að fara upp þegar mótið var flautað af vegna Covid. Ári síðar fór liðið hins vegar upp. Jón er goðsögn innan félagsins frá leikmannaferli sínum og er því afar stoltur af árangrinum.

„Þetta er algjör draumur og forréttindi fyrir mig að fá að taka þátt í þessu, að vera boðin þessi staða og að leiða þetta lið áfram. Þegar ég kem inn í þetta settum við upp þriggja ára plan að þegar við yrðum komnir upp í Úlfarsárdal vildum við vera í efstu deild. Það gekk eftir svo nú er það að taka næstu markmið, að festa okkur í sessi þar og vonandi að fara að berjast í efri hlutanum þegar fram líða stundir.“

Liðið var klárt í að fara upp um deild 2020 þegar mótið var flautað af.

„Við vorum klárir, ekki spurning. Við ætluðum okkur upp,“ segir hann.

„Þetta áfall að fá ekki að klára mótið og missa tækifærið á að fara upp, menn mættu þvílíkt einbeittir og klárir árið eftir til að sýna úr hverju þeir eru gerðir og fara upp með þessum hætti, það er að mínu mati til marks um gífurlega gott hugarfar.“

Fram stefnir á efri hluta Bestu deildarinnar næsta sumar.

„Við ætlum að halda áfram okkar leik, halda áfram að skemmta fólki. En við viljum ná meira jafnvægi og halda oftar hreinu. Við viljum frekar vera að spila í efri hlutanum í lok tímabils.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“
433Sport
Í gær

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“
433Sport
Í gær

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist
Hide picture