fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Fullyrða að Manchester United hafi lagt fram tilboð

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 11:00

Olmo í leik gegn íslenska landsliðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt spænska blaðinu El Nacional hefur Manchester United lagt fram tilboð í Dani Olmo, leikmann RB Leipzig.

United leitar að styrkingu fram á við, en Olmo getur spilað á báðum köntum og fyrir aftan framherja.

Olmo er 24 ára gamall og hefur verið hjá Leipzig í þrjú ár. Hann kom til félagsins frá Dinamo Zagreb en er uppalinn hjá Barcelona í heimalandinu.

Samkvæmt spænska miðlinum vill Leipzig tæplega 60 milljónir punda fyrir Olmo. Það kemur hins vegar ekki fram hvað tilboð United hljóðaði upp á.

Talið er að United gæti fengið samkeppni frá Bayern Munchen um Olmo.

Barcelona sýndi spænska landsliðsmanninum áhuga fyrir ári síðan en að lokum hafði aðalþjálfarinn Xavi ekki áhuga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær
433Sport
Í gær

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn