Samkvæmt spænska blaðinu El Nacional hefur Manchester United lagt fram tilboð í Dani Olmo, leikmann RB Leipzig.
United leitar að styrkingu fram á við, en Olmo getur spilað á báðum köntum og fyrir aftan framherja.
Olmo er 24 ára gamall og hefur verið hjá Leipzig í þrjú ár. Hann kom til félagsins frá Dinamo Zagreb en er uppalinn hjá Barcelona í heimalandinu.
Samkvæmt spænska miðlinum vill Leipzig tæplega 60 milljónir punda fyrir Olmo. Það kemur hins vegar ekki fram hvað tilboð United hljóðaði upp á.
Talið er að United gæti fengið samkeppni frá Bayern Munchen um Olmo.
Barcelona sýndi spænska landsliðsmanninum áhuga fyrir ári síðan en að lokum hafði aðalþjálfarinn Xavi ekki áhuga.