Cristiano Ronaldo gekk á dögunum í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu.
Hann gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu. Samningi hans við Manchester United hafði verið rift í nóvember á síðasta ári.
Ronaldo fær um 173 milljónir punda á ári hjá Al-Nassr þegar auglýsingasamningar og annað er tekið inn í myndina.
Kappinn, sem er orðinn 37 ára gamall, gerði tveggja og hálfs árs samning við Al-Nassr.
Þrátt fyrir að Ronaldo sé ansi vel settur peningalega og enn betur með nýjum samningi í Mið-Austurlöndum er hann langt frá því að vera ríkasti knattspyrnumaður heims.
Faiq Bolkiah er nefnilega metinn á 13 milljarða punda, sem er um fimmtán sinnum meira en Ronaldo.
Hinn 24 ára gamli Faiq er meðlimur konungsfjölskyldunnar af Brúnei og er einn af erfingjum Hassanal Bolkiah, leiðtogum þjóðarinnar.
Faiq var hjá Southampton, Chelsea og Leicester í yngri flokkum en í dag leikur hann með Chonburi á Tælandi.