fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ungir Frakkar geta nú fengið ókeypis smokka í apótekum landsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 19:30

Smokkur var þá væntanlega ekki notaður. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með áramótum þurfa ungir Frakkar ekki lengur að draga upp veskið þegar þeir vilja verða sér úti um smokka. Nú geta allir yngri en 26 ára fengið smokka ókeypis í apótekum landsins.

Franska ríkisstjórnin egir að þetta sé liður í forvörnum sem miða að því að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir og útbreiðslu kynsjúkdóma.

Emmanuel Macron, forseti, kynnti þetta nýmæli snemma í desember. Í fyrstu átti þetta að gilda fyrir alla á aldrinum 18 til 26 ára en neðri aldursmörkin sættu gagnrýni og því voru þau afnumin.

Þegar Macron kynnti þetta lagði hann áherslu á að það væri mikil þörf á að kenna ungu fólki um kynheilbrigði og sagði að Frakkar standi sig ekki hvað varðar kynfræðslu.

Síðasta árið hafa getnaðarvarnarpillur og aðrar getnaðarvarnir, til dæmis lykkjan, verið ókeypis fyrir konur yngri en 25 ára. Áður voru það aðeins stúlkur yngri en 18 ára sem gátu fengið þessar getnaðarvarnir ókeypis. En fyrir ári voru aldursmörkin hækkuð til að koma í veg fyrir að stúlkur og konur hættu að nota getnaðarvarnir af fjárhagsástæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu