Franska ríkisstjórnin egir að þetta sé liður í forvörnum sem miða að því að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir og útbreiðslu kynsjúkdóma.
Emmanuel Macron, forseti, kynnti þetta nýmæli snemma í desember. Í fyrstu átti þetta að gilda fyrir alla á aldrinum 18 til 26 ára en neðri aldursmörkin sættu gagnrýni og því voru þau afnumin.
Þegar Macron kynnti þetta lagði hann áherslu á að það væri mikil þörf á að kenna ungu fólki um kynheilbrigði og sagði að Frakkar standi sig ekki hvað varðar kynfræðslu.
Síðasta árið hafa getnaðarvarnarpillur og aðrar getnaðarvarnir, til dæmis lykkjan, verið ókeypis fyrir konur yngri en 25 ára. Áður voru það aðeins stúlkur yngri en 18 ára sem gátu fengið þessar getnaðarvarnir ókeypis. En fyrir ári voru aldursmörkin hækkuð til að koma í veg fyrir að stúlkur og konur hættu að nota getnaðarvarnir af fjárhagsástæðum.