Gianni Infantino, forseti FIFA, vill að allar þjóðir heims skíri einn leikvang sinn í höfuðið á goðsögninni Pele.
Pele lést í síðasta mánuði 82 ára að aldri en hann er talinn einn allra besti leikmaður sögunnar.
Pele lék allan sinn feril í Brasilíu fyrir utan stutt stopp í Bandaríkjunum og vann HM með þjóð sinn þrisvar.
Infantino er vongóður um að nafn Pele verði heiðrað um allan heim og mun setja af stað ferli sem nær vonandi til sem flestra.
,,Við ætlum að biðja hvert einasta land heims um að nefna einn leikvang þeirra í höfuðið á Pele,“ sagði Infantino.
infantino bætti við að ef það gengi í gegn myndi það hjálpa yngri kynslóðum að þekkja nafn Pele sem var dáður af mörgum.