„Við erum enn í áfalli og skjálfandi en við erum örugg núna,“ sagði Paul Gasnier, fréttamaður, í beinni útsendingu í þættinum Quotidien skömmu eftir sprenginguna.
Quotidien er vinsæll þáttur í Frakklandi og í gær var bein útsending frá Krematorsk í austurhluta Úkraínu. Um fimm mínútum áður en útsendingin hófst sprakk flugskeyti nokkur hundruð metrum aftan við sjónvarpsmennina.
Allt náðist þetta á upptöku sem var síðan sýnd í þættinum í gærkvöldi. Þar sést Gasnier standa með hljóðnemann og undirbúa sig undir að svara spurningum þegar há sprenging heyrist skyndilega og eldhaf blossar upp fyrir aftan hann.
Úkraínskir fjölmiðlar segja að um rússneskt flugskeyti hafi verið að ræða en það hefur ekki verið staðfest opinberlega.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af sprengingunni.
Grosse explosion juste avant le duplex en Ukraine de Paul Gasnier sur #Quotidien 😐 pic.twitter.com/V7CR8UOshV
— Adrien (@MrAdrien79) January 2, 2023