Mjög rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Það bar helst til tíðinda að manni var vísað út af hóteli eftir að hann greiddi ekki fyrir útistandandi skuld fyrir veitingar sem hann hafði pantað. Hann verður kærður fyrir fjársvik.
Þrír ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.