Fjölmiðlakonan Sirrý Arnardóttir greinir frá ótrúlegri uppákomu sem hún varð vitni að í gær á Facebook-síðu sinni og hefur pistillinn vakið mikla athygli. Sirrý var á heimleið í bíl frá Leifsstöð ásamt fjölskyldu sinni en þegar komið var út á Reykjanesbrautina keyrðu þau uppp að bílaleigubíl af gerðinni Dacia Duster sem hafði stöðvað á veginum. Fjölmiðlakonan segir að hún og fjölskyldan hafi beðið róleg í dágóða stund en þegar löng röð hafði myndast fyrir aftan þau hafi eiginmaður hennar, Kristján Franklín Magnússon, stokkið út úr bílnum og athugað með ökumann bílaleigubílsins.
„Maðurinn minn fór út og spurði ökumanninn hvort hann gæti aðstoðað, hvað væri að? Engin viðvörunarljós í gangi, bara kyrrstæður bíll á hraðbraut.Bílaleigubíllinn var fullur af, að því er virtist, kínverskum ferðamönnum. Ökumaðurinn kunni ekki að koma bílnum í gang aftur. Hann kunni ekki á gírana, ekki á handbremsuna, ekki á stefnuljós eða rúðuþurrku,“ skrifar Sirrý.
Kristján hafi bent ökumanninum á að bíllinn væri handbremsu sem og á hin augljósa fróðleik að ökumaðurinn þyrfti að starta bílnum til að komast leiðar sinnar. Þá væri bíllinn í þriðja gír sem gengi ekki. Hann hafi kennt ökumanninum hvernig ætti að setja bílinn í fyrsta gír og það hafi dugað til þess að ökumaðurinn gat kveikt á bílnum og komist leiðar sinnar.
Ekki fór bestur en svo að ökumaðurinn keyrði í fyrsta gír alla leið til höfuðborgarinnar og löng bílalest myndaðist því fyrir aftan hann. Sirrý segir að ekki hafi verið hægt að taka fram úr honum löngu síðar en þá hafi verið ljóst að ökumaðurinn kunni ekki að skipta um gír, keyra út í kant og hvað þá aka um hringtorg.
„Nú eru þessir ferðamenn væntanlega að fara að skoða landið í janúar. Hvernig skyldi bílstjóranum ganga á einbreiðum brúm, niður Kambana, í hálku á mjóum fjallvegum…? Þarf ekki að sýna fram á að kunna að aka bíl til að taka bíl á leigu á Íslandi?,“ spyr fjölmiðlakonan.
Eins og áður segir hefur pistillinn vakið mikla athygli og margir uggandi yfir þeirri tilhugsun að umræddur ökumaður sé á ferð í umferðinni enda aðstæður til akstur víða krefjandi fyrir óvana. Þá eru margir sem deila svipuðum upplifunum af erlendum ferðamönnum í umferðinni hérlendis og enn aðrir eru á þeirri skoðun að Sirrý og Kristján hefðu átt að tilkynna ökumanninn til lögreglunnar.
Hér má lesa færslu fjölmiðlakonunnar í heild sinni