Jóhann Berg Guðmundsson kom inná sem varamaður hjá Burnley sem mætti Swansea í næst efstu deild Englands í kvöld.
Burnley er að berjast um að komast aftur í efstu deild og vann mjög góðan 2-1 útisigur þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.
Jói Berg kom inná þegar 54 mínútur voru komnar á klukkuna en Burnley er á toppi deildarinnar með 56 stig og sex stiga forskot.
Í C-deildinni var Jón Daði Böðvarsson á skotskónum er Bolton vann lið Barnsley örugglega, 3-0.
Jón Daði skoraði annað mark Bolton í sigrinum en liðið er í umspilsæti eftir 24 leiki og stefnir á að komast upp.