fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Snjóplógur keyrði yfir Jeremy Renner – Nærstaddur læknir náði með naumindum að bjarga honum

Fókus
Mánudaginn 2. janúar 2023 18:36

Jeremy Renner Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá í morgun liggur Hollywoodstjarnan Jeremy Renner þungt haldinn á spítala eftir hræðilegt slys sem átti sér stað við heimili hans við Lake Tahoe í Bandaríkjunum. Fyrstu fréttir af slysinu greindu frá því að slysið hefði átt sér stað við snjómokstur en nú greina erlendir miðlar frá því að snjóplógur hafi keyrt yfir Renner þar sem hann var að moka veg sem liggur að búgarði hans.

Renner slasaðist illa á fæti sem og víðar um líkamann og missti mikið blóð.  TMZ greinir frá því að nærstaddur læknir, sem er nágranni stjörnunnar, hafi með snarræði náð að stöðva blæðinguna með blóðrásarklemmu.

Veður var slæmt á þessum slóðum sem gerði aðkomu viðbragðsaðila erfiða en Renner var að lokum sóttur af þyrlu og fluttur á sjúkrahús þar sem gert hefur verið að sárum hans sem eru víða um líkamann. Ástand hans er sagt stöðugt en fjölskylda hans situr við sjúkrabeð hans.

Óljóst er hvernig slysið átti sér stað en Renner hafði birt myndband af sér á samfélagsmiðlum við að ryðja snjó í burtu með tækinu. Tækið á að vera hannað þannig að slys sem þetta geti ekki átt sér stað.  Lögregluyfirvöld hafa lokað svæðinu og verið er að rannsaka hvernig slysið gat átt sér stað.

Ein af myndunum sem Renner birti af sér á plógnum

Renner er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem ofurhetjan Hawkeye í fjölmörgum Marvel-myndum. Hann hefur tvisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Það var fyrir aðalhlutverkið í The Hurt Locker og fyrir aukahlutverk í The Town.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“