Cristiano Ronaldo gekk á dögunum í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu.
Hann gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu. Samningi hans við Manchester United hafði verið rift í nóvember á síðasta ári.
Ronaldo fær um 173 milljónir punda í árslaun hjá Al-Nassr.
Kappinn, sem er orðinn 37 ára gamall, gerði tveggja og hálfs árs samning við Al-Nassr.
Nú segir Marca hins vegar að hann gæti verið lánaður til Newcastle ef enska liðið kemst í Meistaradeild Evrópu.
Blaðið segir að Ronaldo geti óskað eftir því að vera lánaður ef Newcastle kemst í keppnina.
Þetta er vegna þess að opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu á Newcastle, sem og Al-Nassr.
Sem stendur er Newcastle í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og því ekki ósennilegt að liðið endi í Meistaradeildinni.