Betur fór en á horfðist þegar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, lenti í bílslysi í gær. Fréttablaðið greinir frá slysinu. Þórdís Lóa var á heimleið að norðan ásamt fjölskyldu þar sem þau höfðu dvalist yfir áramótin. Á Fljótsheiðinni í Þingeyjarsýslu ók Þórdís Lóa löturhægt að sögn, með eiginmanni og farþega, enda var hálka á fjallveginum og aðstæður varasamar.
Skyndilega birtist lítill bíll sem kom æðandi á móti þeim úr beygju. Ökumaður bílsins missti svo stjórn á bifreiðinni og skall á bíl borgarfulltrúans og hentist þaðan útaf veginum og valt.
Skyndilega birtist lítill bíll á mikilli ferð úr beygju og svo fór að ökumaður hans missti stjórn á bifreiðinni sem skall á bíl Þórdísar Lóu með háum hvelli og hentist þaðan út af veginum þar sem hann valt.
„Hann kom bara æðandi á móti okkur þvert á veginum. Ég náði að fara alveg út í kant en gat ekki farið útaf, því kanturinn var svo hár að þá hefði ég velt bílnum,“ segir hún í viðtali við Fréttablaðið. Blessunarlega urðu engin slys á fólki í bíl Þórdísar Lóu en tveir ungir Spánverjar voru í bílnum sem valt og virtust þeir blessunarlega hafa sloppið vel.
Þórdís Lóa hringdi í 112 og streymdu að meðlimir úr björgunarsveit Þingeyjarsveitar auk þess sem starfsmaður 112 gaf góðar leiðbeiningar.
„Lögreglan á Akureyri var einnig fljót á staðinn ásamt sjúkrabíl. Viðbrögðin einkenndust af fumleysi og fagmennsku.“