Jón Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram, er gestur í nýjasta þætti 433.is á Hringbraut.
Farið verður yfir síðasta tímabil Fram í Bestu deildinni, en þar kom liðið mikið á óvart. Einnig verður horft til framtíðar.
Þá verður hitt og þetta til umræðu, til að mynda mögnuð spá Jóns fyrir HM í Katar, en þar hitti hann á ansi margt.
Þátturinn fer í loftið á Hringbraut klukkan 20 í kvöld. Hann er endursýndur klukkan 22.