Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er sagður mikill aðdáandi Sofyan Amrabat hjá Fiorentina.
Amrabat er miðjumaður sem fór á kostum með Marokkó á Heimsmeistaramótinu í Katar í lok síðasta árs. Hann átti stóran þátt í því að liðið fór alla leið í undanúrslit mótsins, öllum að óvörum.
Samkvæmt ítölskum miðlum fylgist Klopp náið með Amrabat. Sagt er hann hvetji æðstu menn hjá Liverpool til að kaupa hann frá Fiorentina.
Klopp vill ólmur styrkja miðsvæði Liverpool sem hefur verið veikleiki.
Liverpool er þó ekki eina félagið sem hefur áhuga. Tottenham, Barcelona og Sevilla fylgjast einnig með gangi mála hjá kappanum.
Amrabat er 26 ára gamall. Hann hefur verið á mála hjá Fiorentina síðan í janúar 2020.