fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Harry prins harmar stöðu mála – „Ég myndi vilja fá bróður minn og föður tilbaka“

Fókus
Mánudaginn 2. janúar 2023 15:30

Harry prins. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry prins segist harma stöðu mála varðandi ágreining sinn og Meghan Markle, eiginkonu hans, við bresku konungsfjölskylduna. Í morgun birtust stiklur af viðtölum sem prinsinn veitti í tilefni af útgáfu bókar hans, Spare, í næstu viku þar sem hann segist harma stöðu mála. „Ég myndi vilja fá bróður minn og föður tilbaka,“ segir Harry í viðtalinu og sakar bresku konungsfjölskylduna um að hafa ekki sýnt neitt frumkvæði né vilja til að lægja öldurnar.

„Ég þarf fjölskyldu, ekki stofnun,“ segir prinsinn ennfremur og segir að ágreiningurinn hafi aldrei þurft að enda í þeim klofningi sem orðið hefur milli hans og fjölskyldunnar. Segir hann að afstaða bresku konungsfjölskyldunnar hafi verið sú að láta líta út fyrir að Harry og Meghan væru sökudólgarnir fyrir klofningum.

Talsverður titringur er vegna viðtalsins, ekki síður en bókarinnar, en í stiklu þess er ýjað að því að Harry muni fara með ítarlegri hætti en oft áður yfir ágreining sinn við konungsfjölskylduna og hvernig það atvikaðist að hann ákvað að segja sig frá opinberum skyldum sínum.

Í viðtali við Anderson Cooper í þættinum 60 minutes spyr fjölmiðlamaðurinn Harry af hverju hann hafi ekki ákveðið að ræða ósættið innan fjölskyldunnar í stað þess að gera það fyrir opnum tjöldum. Svar prinsinn er á þá leið að það hafi hann reynt ítrekað en að í hvert sinn hafi áhyggjum hans verið lekið í fjölmiðla og þeim snúið upp í fréttir sem voru beinlínis rangar og skaðlegar fyrir hann og fjölskyldu hans.

Segir hann almannatenglar Buckinghamhallar hafi lekið fréttum sem taldar voru henta konungsfjölskyldunni í fjölmiðla. Slíkar fréttir hafi verið skrifaðar samkvæmt heimildum og neðst í þeim hafi verið skrifað að óskað hefði verið eftir viðbrögðum frá höllinni.

Viðtölin eru talin staðfesta að Harry muni fara ofan í saumana á rifrildi sínu við eldri bróður sinn, Vilhjálm Bretaprins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“