Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal ætlar ekki að gefast upp á því að reyna fá úkraínska miðjumanninn Mykhaylo Mudryk frá Shakhtar Donetsk þrátt fyrir að fyrsta tilboði félagsins í leikmanninn hafi verið hafnað.
Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir nú frá því að Arsenal hafi nú sent nýtt og bætt tilboð til Shakhtar eftir að fyrsta tilboði þeirra í leikmanninn, sem hljóðaði upp á rúmlega 60 milljónir evra, var hafnað.
Mudryk er aðal skotmark Arsenal í janúar félagsskiptaglugganum en þessi fjölhæfi miðjumaður hefur heillað í Meistaradeild Evrópu undanfarna mánuði.
Romano greinir einnig frá því að Chelsea hafi áhuga á leikmanninum sem vilji þó frekar ganga til liðs við Arsenal.
Arsenal have improved their proposal to sign Mykhaylo Mudryk, confirmed — as talks are on after €40m plus €20m bid rejected. 🚨⚪️🔴 #AFC
It’s up to Shakhtar now, as @yehor__d reported.
🔵 Chelsea, also interested in Mudryk in case Arsenal deal collapses. #AFC remain priority. pic.twitter.com/YBYWFSlZSy
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 2, 2023