fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Margrét Danadrottning gengst við því að hafa valdið fjölskyldudrama

Fókus
Mánudaginn 2. janúar 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Danadrottning lýsti á gamlársdag yfir eftirsjá yfir að hafa valdið fjaðrafoki innan dönsku konungsfjölskyldunnar með því að svipta fjögur barnabörn sín titlunum prinsar og prinsessur.

Í sjónvörpuðu ávarpi sagði hún að það væri sárt að vita til þess að þessar breytingar hefðu valdið því að samband hennar við föður barnabarnanna, Jóakim prins, væri nú vandkvæðum bundið.

„Erfiðleikar og ósætti geta komið upp í hvaða fjölskyldum sem er, þar á meðal í minni. Allt landið hefur orðið vitni að því,“ sagði Margrét í ávarpi sínu.

Hún tilkynnti um áðurnefnda ákvörðun sína í september en í henni fólst að barnabörnin fjögur gætu ekki lengur kallað sig prinsa og prinsessur. Þetta var liður í því að gera konungsfjölskylduna meira straumlínulagaða og gera hana meir í takt við nútímann. Margrét sagði að það væri hennar von að þessi ákvörðun gerði barnabörnum hennar kleift að lifa venjulegra lífi.

En sonur hennar, Jóakim, var ekki ánægður með þessa ákvörðun og sakaði móður sína um að vera að refsa börnunum. En börn elsta sonar Margrétar, Friðriks, munu halda titlum sínum.

Í ávarpi sínu sagði drottningin að fjölskylda hennar hefði núna tíma til að horfa inn á við og sagðist hún viss um að þau gætu farið inn í nýtt ár af öryggi, skilningi og hugrekki.

Áður hafði drottningin gefið út opinbera afsökunarbeiðni til sonar síns og barna hans vegna ákvörðunarinnar og sagðist hún greinilega ekki hafa hugað nægilega vel að því hvernig þau myndu taka þessari ákvörðun. Hún ítrekaði þó að hún elskaði barnabörn sín heitt og væri stolt af þeim, en stóð hún þó eftir sem áður við þessa ákvörðun sem tók gildi frá og með deginum í gær.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“