Rudi Garcia, þjálfari sádi-arabíska knattspyrnufélagsins Al-Nassr ku hafa komið sé í klandur strax er varðar samband hans og nýjasta leikmanns Al-Nassr, portúgölsku stórstjörnunnar Cristiano Ronaldo. Ummæli Garcia á blaðamannafundi skömmu eftir að tilkynnt var um komu Ronaldo til félagsins.
Greint er frá málinu á vefsíðu Daily Mail en á blaðamannafundi á dögunum var Garcia spurður út í komu Ronaldo til félagsins. Svör hans við þeirri spurningu komu á óvart og gætu valdið usla í samskiptum hans og Ronaldo.
„Ég reyndi fyrst að fá Messi,“ var svar Garcia við spurningunni og átti hann þar við Lionel Messi, nýkrýndan heimsmeistara og helsta samkeppnisaðila Ronaldo í gegnum tíðina. Um góðlátlegt grín var að ræða hjá Garcia en óvíst er hvernig það mun falla í kramið hjá Ronaldo sem hefur nýlokið við stormasamann tíma hjá Manchester United þar sem samskipti hans og knattspyrnustjórans Erik ten Hag voru afar erfið.
Ronaldo mun þéna því sem nemur 173 milljónum punda í árslaun hjá Al-Nassr og gerir það hann að launahæsta íþróttamanni í heimi ef miðað er við samantekt Forbes á launahæstu íþróttamönnum heims árið 2022.
Rudi Garcia, núverandi þjálfari Al-Nassr tók við félaginu í júní en hann hefur góða reynslu úr Evrópuboltanum eftir tíma sinn hjá Roma, Marseille og Lyon.
Al Nassr coach, Rudi Garcia, asked about Ronaldo before the official announcement: „I wanted to bring Messi from Doha.“
— The Football Index 🎙 ⚽ (@TheFootballInd) December 31, 2022