fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Brotist inn í tilkynningakerfi Sportabler – greiðsluupplýsingar ekki sagðar í hættu

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 2. janúar 2023 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Android-notendur Sportabler, smáforritsins sem aðstoðar íþróttafélög og foreldra að halda utan um íþróttaiðkun barna sinna, fengu óþægilega skilaboð í morgun. Í þeim kom fram að brotist hefði verið inn í kerfi fyrirtækisins og persónulegum upplýsingum notenda stolið. Nýlega var opnað á þann möguleika að greiða iðkendagjöld í gegnum forritið og því hrukku margir eflaust við í morgun.

Skilaboð sem Android-notendur fengu í morgun

Í svari frá Abler, sprotafyrirtækinu sem þróaði lausnina, við fyrirspurn DV kemur fram að brotist hafi verið inn í tilkynningarþjónustu fyrirtækisins í morgun og skilaboð send á Android-notendur smáforritsins. Greiðslu- og kortaupplýsingar notenda séu ekki í hættu enda eru þær ekki geymdar hjá fyrirtækinu.

„Við erum að ná utan um málið, en eins og sakir standa þá virðist þetta bara vera eitt „push notification“ sem þrjótarnir gátu sent í gegnum birginn okkar og bara á notendur sem nota Android. Við sjáum engin merki þess að brotist hafi verið inn í Sportabler kerfið sjálft og að upplýsingum þaðan hafi verið stolið,“ segir í svarinu við fyrirspurninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar