Katalónska lögreglan rannsakar nú mál sem á að hafa átt sér stað á næturklúbbi í Barcelona um helgina.
Þar sakar kona knattspyrnumanninn Dani Alves, sem er goðgön hjá Börsungum, um að hafa farið inn á sig á skemmtistaðnum Sutton. Hann er vinsæll á meðal ríka og fræga fólksins í Barcelona.
Lögreglan rannsakar nú málið. Alves og hans fulltrúar þvertaka hins vegar fyrir allar ásakanir. Konan á hins vegar eftir að leggja fram opinera tilkynningu til lögreglu.
Fulltrúar Alves staðfesta að hann hafi verið á Sutton skemmtistaðnum á umræddu kvöldi en þvertaka fyrir ásakanirnar.
Alves er orðinn 39 ára gamall. Hann hefur stærstan hluta ferils síns verið á mála hjá Barcelona. Í dag er bakvörðurinn hins vegar á mála hjá stórliði UNAM Pumas í Mexíkó.
Alves spilar enn með brasilíska landsliðinu. Á dögunum varð hann elsti leikmaður í sögu landsliðsins til að spila á heimsmeistaramóti. Það gerði hann í riðlakeppni HM í Katar gegn Kamerún, en leikurinn tapaðist 1-0.