Árið 2022 var viðburðaríkt fyrir umboðsmanninn Wöndu Icardi.
Samband hennar og eiginmannsins Mauro Icardi hefur verið stormasamt. Þau byrjuðu saman árið 2014 en síðan þá hefur sambandið oft hangið á bláþræði.
Því lauk svo á árinu sem leið og héldu þau í sitt hvora áttina. Voru sambandsslitin ekki á góðu nótunum.
Það varði þó ekki lengi því Wanda og Icardi fóru saman í ferð til að reyna að bjarga hjónabandinu.
Það gekk þó ekki eftir og í lok árs hættu þau endanlega saman.
Wanda og Icardi, sem leikur þessa stundina með tyrkneska knattspyrnuliðinu Galatasaray, eiga saman tvö börn.
Hún birti mynd á Gamlársdag. Við hana skrifaði hún: „Án hræðslu við ástina.“