Alexeev, sem fæddist í Rússlandi, gefur ekki mikið fyrir stríðsrekstur Pútíns í Úkraínu og segir stríðið vera „mistök allra sem hlut eiga að máli“.
Newsweek segir að það sé mat Alexeev að til langs tíma litið geti Rússar misst mikið af áhrifum sínum á alþjóðavettvangi vegna stríðsins. „Það eina jákvæða, sem ég get séð í tengslum við þetta stríð, er að kannski rekur það síðasta naglann í kistu rússnesks heimsveldis,“ sagði hann.
Hann sagði að fyrir 20 árum hafi Rússland verið talið vera eðlilegt land með meðaltekjur en því sé hann algjörlega ósammála. „Rússland hefur aldrei verið eðlilegt land og það hefur enn þá sína heimsveldissýn á heiminn. Þessi sýn er hvorki góð fyrir heiminn né Rússland,“ sagði hann og bætti við: „Þess vegna vona ég að þessu hræðilega stríði geti lokið með að Rússland verði eðlilegt land.“