Það var aldrei vilji Kylian Mbappe að skrifa undir nýjan samning við franska stórliðið Paris Saint-Germain.
Þetta segir Jese, fyrrum leikmaður PSG og Real Madrid, en Mbappe skrifaði undir nýjan samning við PSG fyrr á árinu.
Fyrir það var leikmaðurinn sterklega orðaður við Real Madrid en PSG gerði allt til að setja pressu á framherjann að skrifa undir.
Jese telur að það hafi ekki verið vilji Mbappe að skrifa undir en hann fékk allt í hendurnar frá PSG og ákvað þess vegna að framlengja.
,,Ég var mjög skýr í máli. Hann sagði mér þetta og mun fleirum sem töluðu spænsku. Þetta var meira persónuleg pressa frekar en fagmannleg. Leikmenn geta sætt sig við hluti eða tekið ranga ákvörðun,“ sagði Jese.
,,Fólk getur hins vegar ekki blandað sér í málið. Sem dæmi þá getur forseti Frakklands ekki sagt þér að fara ekki þangað, að þú þurfir að vera um kyrrt. Hann fékk pressu á að taka þessa ákvörðun sem persóna frekar en atvinnumaður.“