Chelsea er búið að blanda sér í baráttuna um vængmanninn öfluga Mykhailo Mudryk sem spilar með Shakhtar.
Mudryk er leikmaður sem Arsenal hefur fylgst með í dágóðan tíma og bauð í hann á dögunum.
Shakhtar hafnaði hins vegar 55 milljóna punda tilboði í leikmanninn sem mun reynast rándýr.
Chelsea ætlar ekki að leyfa Arsenal að fá Mudryk á sinni vakt og ætlar að leggja fram tilboð í leikmanninn í janúar.
Það er Guardian sem greinir frá þessu en það er nóg til hjá Chelsea sem hefur alls ekki staðist væntingar á þessu tímabili og leitast eftir liðsstyrk.