Marcus Rashford svaf yfir sig og mætti of seint á fund hjá Erik Ten Hag. Sökum þess var hann á bekknum í dag.
Rashford var hetja Manchester United er liðið vann Wolves í fyrsta leik dagsins á Englandi. Rashford byrjaði á bekknum eftir að hafa brotið agareglur Erik Ten Hag en kom inn í hálfleik.
United fékk nokkur góð færi í leiknum en tókst ekki að nýta þau fyrr en Rashford skoraði eina mark leiksins á 76 mínútu.
„Þetta eru reglur liðsins, mistök sem geta komið fyrir,“ sagði Rashford.
„Ég er svekktur að byrja ekki en ég skil ákvörðunina. Ég er ánægður með sigurinn. Við getum haldið áfram, ég var seinn á fund. Ég svaf yfir mig.“
Marcus Rashford to BT Sport: “It’s the team rules + a mistake that can happen. Disappointed not to play but I understand the decision. I’m happy we managed to win the game. I think we can draw a line under it + move on. I was a little bit late for a meeting, I slept in.” #MUFC
— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) December 31, 2022