Benedikt XVI, fyrrum páfi, er látinn 95 ára að aldri. Hann lést nú í morgun í aðsetri sínu í Vatíkaninu. Benedikt var 95 ára gamall þegar hann yfirgaf þessa jarðvist en eins og frægt varð steig hann til hliðar úr páfastóli vegna heilsuleysis árið 2013. Hann var þá fyrsti páfinn í 600 ár til að gera slíkt og setti fordæmi sem Frans núverandi páfi hefur sagst ætla að fylgja.
Hann fæddist í Þýskaland sem Joseph Ratzinger og var 78 ára gamall þegar hann tók við embættinu og var þar með einn sá elsti í sögunni til að vera kosinn til þess.