Paul Parker, fyrrum varnarmaður Manchester United, hefur svarað öðrum fyrrum leikmanni liðsins, Jesse Lingard.
Lingard ásakaði Man Utd um vanvirðingu í vikunni og gagnrýndi vinnubrögð félagsins áður en hann yfirgaf liðið endanlega fyrir Nottingham Forest.
Lingard sagðist aldrei hafa fengið nein svör varðandi sitt hlutverk hjá félaginu og ákvað loksins að kveðja.
Parker er ósáttur með þessi ummæli Lingard og segir það augljóst að hann hafi einfaldlega ekki verið nógu góður fyrir Rauðu Djöflana.
,,Jesse Lingard var alls ekki vanvirtur hjá Manchester United og að hann skuli segja það er algjörlega rangt,“ sagði Parker.
,,Hann er uppalinn þarna og nú er hann að vanvirða félagið frekar en að horfa í spegil. Jesse var ekki nógu góður fyrir Man Utd og hann þarf að sætta sig við það frekar en að ásaka félagið um hitt og þetta.“