Cristiano Ronaldo er orðinn leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Þetta var staðfest í kvöld.
Kappinn, sem er 37 ára gamall, kemur á frjálsri sölu og skrifar til samning til 2025.
Samningi Ronaldo við Manchester United var rift á dögunum. Hann hafði farið í umdeilt viðtal við Piers Morgan sem leiddi til þess að ekki var aftur snúið á Old Trafford.
Gömul ummæli Ronaldo hafa nú verið rifjuð upp í ljósi fréttanna.
Þar sagðist hann ekki hafa áhuga á því að ljúka ferlinum í Mið-Austurlöndunum, eitthvað sem hann er einmitt að gera með því að skrifa undir hjá Al-Nassr.
Sjón er sögu ríkari.
Ronaldo, this didn’t age well 😅pic.twitter.com/GAdDB6iD2r
— Yimzy➐ (@oyimzy) December 30, 2022
Ronaldo tók í svipaðan streng í viðtalinu við Morgan fyrir rúmum mánuði síðan.
1 month ago. 😂 https://t.co/YKggWVMb4Y pic.twitter.com/291npItk8Z
— H (@hazfcb_) December 30, 2022