fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Sjálfsmörk tryggðu Liverpool sigur – Moyes á síðasta séns

Victor Pálsson
Föstudaginn 30. desember 2022 22:05

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wout Faes upplifði martröð á Anfield í kvöld en hann er leikmaður Leicester City sem heimsótti Liverpool.

Leicester komst yfir á Anfield í kvöld Kiernan Dewsbury-Hall skoraði eftir aðeins fjórar mínútur.

Liverpool vann þó 2-1 heimasigur að lokum og var það aðeins einum manni að þakka, Faes.

Faes skoraði tvö sjálfsmörk áður en flautað var til leikhlés og voru þau bæði mjög klaufaleg.

Liverpool var að vinna sinn fjórða sigur í röð og er enn í sjötta sæti, einu stigi á eftir Manchester United.

Í hinum leik kvöldsins vann Brentford lið West Ham 2-0 og er ljóst að David Moyes er á sínum síðasta séns em stjóri Hamranna.

Liverpool 2 – 1 Leicester
0-1 Kiernan Dewsbury-Hall(‘4)
1-1 Wout Faes(’38, sjálfsmark)
2-1 Wout Faes(’45, sjálfsmark)

West Ham 0 – 2 Brentford
0-1 Ivan Toney(’18)
0-2 Josh da Silva(’43)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“