Sergio Busquets, einn besti miðjumaður í sögu Barcelona, mun taka ákvörðun um framtíð sína í næsta mánuði.
Það er enn möguleiki á að þessi 34 ára gamli leikmaður spili fyrir annað félag eftir að hafa leikið í Barcelona allan sinn feril.
Lið í MLS deildinni hafa sýnt Busquets áhuga en hann verður samningslaus árið 2025.
Barcelona hefur þó verið að vinna í þeim möguleika að geta rift samningi Busquets fyrr og gæti hann farið í sumar.
Busquets ætlar sjálfur að taka ákvörðun í janúar um hvort hann reyni að halda ferli sínum áfram á Nou Camp eða fara annað.
Leikmaðurinn sagði í nóvember að hann væri til í að fá framtíð sína á hreint í janúar eða febrúar 2023.
Busquets hætti með spænska landsliðinu eftir HM í Katar en hann er enn mikilvægur hluti af liði Börsunga.