Carlos Mac Allister, faðir Alexis Mac Allister, hefur tjáð sig um framtíð leikmannsins sem er mjög eftirsóttur.
Alexis spilar með Brighton í ensku úrvalsdeildinni en lék stórt hlutverk með Argentínu á HM í Katar er liðið tryggði sér titilinn.
Faðir leikmannsins starfar einnig sem hans umboðsmaður og neitar að gefa upp mikil smáatriði þegar kemur að hans framtíð.
,,Juventus er frábært félag, eitt það stærsta í heiminum. Ég get bara sagt það að við í samvinnu við félagið munum skoða þau tilboð sem koma og svo förum við yfir stöðuna,“ sagði Carlos.
,,Hann er mjög ánægður á Englandi og er þakklátur Brighton sem gaf honum tækifæri á að upplifa Evrópu. Við getum ekki gefið upp neina upphæð eða hver hefur hringt. Við viljum ekki gefa upplýsingar sem gætu haft áhrif á mögulegar viðræður ef þær verða til.“