fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ingó Veðurguð sagður stefna á stórtónleika í mars

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. desember 2022 16:41

Ingólfur Þórarinsson á leið í réttarsal vegna meiðyrðamáls sem hann höfðaði. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð, er sagður stefna á stórtónleika í Háskólabíói í mars á næsta ári. Vísir greinir frá.

Samkvæmt heimildum Vísis verður yfirskrift tónleikanna „Loksins gigg“ og er dagsetning tónleikanna 10. mars. Miðasala er ekki hafin en sagt er að vinir og vandamenn hafi verið beðnir um að taka kvöldið frá.

Nafnið „Loksins gigg“ ber keim af nafni á vinsælum sjónvarpsþætti sem Ingó var með á Stöð 2, „Í kvöld er gigg“. Þátturinn var tekinn af dagskrá í kjölfar skriðu ásakana á hendur Ingó sumarið 2021 um kynferðisofbeldi.

Ingó hefur ávallt neitað öllum ásökunum. Lítið hefur farið fyrir honum á tónlistarsviðinu undanfarin misseri en á Facebook-síðu sinni hefur hann boðað nýtt lag á næsta ári. Lag hans, „Í  kvöld er gigg“, var eitt vinsælasta lag ársins 2020.

DV hefur sent Ingó fyrirspurn vegna málsins og bíður svara.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“