Roberto De Zerbi, stjóri Brighton í ensku úrvalsdeildinni, telur Mykhaylo Mudryk geta unnið eftirsóttu Ballon d’Or verðlaunin í framtíðinni.
Hinn 21 árs gamli Mudryk hefur verið sterklega orðaður við Arsenal undanfarið, en hann er leikmaður Shakhtar Donetsk í heimalandinu, Úkraínu.
Arsenal bauð í leikmanninn á dögunum en tilboðinu var hafnað. Shakhtar vill upphæð nálægt 100 milljónum evra fyrir Mudryk.
„Mudryk er stórkostlegur leikmaður. Ég tel að hann geti unnið Ballon d’Or í framtíðinni,“ segir De Zerbi, sem starfaði með kantmanninum er hann var stjóri Shakhtar.
De Zerbi bindur þó ekki miklar vonir við að fá að þjálfa hann aftur.
„Mér líkar við hann sem fyrrum leikmann en ég er að þjálfa Brighton og félagið getur ekki keypt hann.“