fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Gunnar Smári vill að forréttindafólk „haldi kjafti og hlusti“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. desember 2022 15:26

Gunnar Smári Egilsson, Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar og einn stofnenda Sósíalistaflokksins, stígur inn í líflega umræðu um forréttindi sem blómstrað hefur á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarið.

Tekist hefur verið á um hvort ætterni skipti máli við framgang rithöfunda og grunnurinn hefur verið ritdeilur rithöfundanna Berglindar Óskar og Auðar Jónsdóttur. En umræðan hefur farið í ýmsar áttir og Gunnar Smári hefur með nýjum pistli fært hana frá bókmenntaheiminum og yfir á samfélagið allt. Hann byrjar á að rifja upp hvernig samfélagið gerði allt fyrir stráka á sínum tíma og þeir fengu endalaus tækifæri þó að þeir kláruðu ekki nám og stæðu sig ekki í stykkinu. Minnist hann tækifæra sinna í blaðamennsku, sem og annarra af sömu kynslóð:

„Af hverju á fólk erfitt með að viðurkenna forréttindi sín? Ég er karl og fékk miklu fleiri tækifæri en konur á mínum aldri. Ég varð ritstjóri fyrir þrítugt eftir að hafa fengið að velja mér umfjöllunarefni nánast að eigin geðþótta í mörg ár á þremur ritstjórnum. Ég komst upp með að hætta í skóla vegna þess að mér leiddist skóli en fékk samt vinnu sem blaðamaður. Það eru stelpur á mínu reki sem gerðu það sama, en það voru fyrst og fremst við strákarnir sem nutum þessa. Mig minnir að hvorki Egill Helgason né Illugi Jökulsson hafi klárað menntó. Á þessum árum hafði samfélagið botnlausa trú á strákum. Það var sama þótt þeir spiluðu rassinn úr buxunum, drykkju sig úr starfi eða koðnuðu niður af öðrum sökum, alltaf fundust karlar og konur sem vildu endurreisa þá. Og þetta hefði mátt viðhaldast, við lifum allt of dómharða tíma. En endurreisnin og tækifæri ættu að standa opin fyrir öll kyn, allan aldur, allan uppruna og allt fólk.“

Gunnar bendir á að þó að hann hafi alist upp í fátækt og sé óskólagenginn þá njóti hann forréttinda. Hann hafi rödd í samfélaginu á meðan margir séu raddlausir, þeim sé aldrei boðið í spjallþátt og fáir hlusti þegar þau reyni að láta í sér heyra. Gunnar segist hafa „félagslegt kapítal“ og lýsir því hvernig það virkar fyrir hann:

„Félagslegt kapítal veldur því að ég get haft samband við nánast hvern sem er og spurt um hvað sem er. Blaðamennskan gaf mér þannig einskonar lykil að samfélaginu. Ég get verið á eilífi námskeiði um samfélagið, lífið og tilveruna. Ef ég skil ekki eitthvað þá hringi ég eða skrifa til einhvers sem veit.“

Gunnar segir að flestar klíkur samfélagsins vilji verja sig fyrir utanaðkomandi. Sum séu innvígð og innmúruð á meðan önnur njóti minni réttinda og færri tækifæra, rödd þeirra sé veik eða engin. Umræðan um kúlturbörn  og menningarkapítal ætti að leiða til þess að við reynum að opna samfélagið:

„Umræðan um kúltúrbörn og menningarkapítal ætti auðvitað að leiða til þess að við stefndum á opnara samfélag með meiri þátttöku fleiri. En því miður hefur margt forréttindafólkið hrokkið í vörn og vandlætingu.“

Höldum kjafti og hlustum á fátæka

Gunnar Smári vill að árið 2023 hlusti forréttindafólk á þá sem njóta ekki forréttinda. Hann orðar þetta tæpitungulaust:

„Ég legg til að árið 2023 verði árið sem forréttindafólk haldi kjafti og hlusti. Þau sem hafa það sæmilegt haldi kjafti og hlusti á fátækt fólk, reyni að heyra hvað það er að segja og ekki grípa fram í. Þau sem búa við menningar- og félagslegt kapítal haldi kjafti og hlusti á þau sem búa ekki við þessi forréttindi. Og noti síðan rödd sína til að bera út boðskapinn, leyfa öðrum að tala í gegnum sig. Og þau sem búa við peningalegt auðmagn ættu að halda kjafti og gefa frá sér það vald sem auðurinn hefur fært þeim.“

Pistilinn í heild má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks