Liam Hession er pirraður Wigan-stuðningsmaður þessa dagana.
Wigan er á botni ensku B-deildarinnar og virðist Liam búinn að fá nóg og henda ársmiða sínum á heimavöll félagsins.
Iain Armstrong setti inn færslu á Twitter þar sem hann birti mynd af ársmiða Liam og skrifaði: „Veit ekki hvort þú hafir verið pirraður og fleygt ársmiðanum þínum eða týnt honum. Ég er með hann.“
Liam svaraði og það kom í ljós að hann hafði engan áhuga á að halda miðanum.
„Eigðu hann,“ skrifaði Liam.
Keep it https://t.co/9GQObZj4o9
— Liam Hession (@WAFCNathan) December 30, 2022