fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysi í Árbænum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. desember 2022 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Höfðabakka í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins 10. desember síðastliðinn en þar var ekið á gangandi vegfaranda sem lést. Þetta kemur fram í færslu sem birt var á Facebook-síðu lögreglunnar í dag.

Tilkynning um slysið barst lögreglunni klukkan 00:33 þann 10. desember, en það varð á Höfðabakka, nálægt Árbæjarsafni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið 1710@lrh.is

Vegfarandinn sem lést í slysinu var karlmaður á fimmtugsaldri. Hann var fluttur á Landspítalann í kjölfar slyssins en lést þar um nóttina. Lokað var fyrir umferð um Höfðabakka, á milli Bæjarháls og Stekkjarbakka, á meðan unnið var á vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“