fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Börn slösuð vegna geðills vagnstjóra: Blá og marin í andliti – Negldi niður vegna kókdósar – Börnin flugu úr sætum sínum

Auður Ösp
Mánudaginn 22. febrúar 2016 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér hreinlega krossbrá,“ segir Auðunn Sólberg Valsson sem var farþegi í strætisvagni sem var leið um Grafarholt fyrr í dag. Segir hann vagnstjórann hafa stigið harkalega á bremsuna með þeim afleiðingum að fjöldi barna í vagninum flugu úr sætum sínum og mörg þeirra hafi slasast. Engu að síður hafi vagnstjórinn haldið áfram ferð sinni og segir Auðunn að það hafi því komið í sinn hlut að hlúa að börnunum.

Í samtali við DV.is kveðst Auðunn enn vera í hálfgerðu losti eftir atvikið. Hann hafi verið eini fullorðni farþeginn í vagninum er þetta gerðist en um var að ræða leið 18. „Ég var á leiðinni heim og sat frekar framarlega í vagninum. Síðan stoppar vagninn við Sæmundarskóla og þá kemur inn stór hópur af börnum,“ segir hann og bætir við að því næst hafi vagninn ekið í dágóða stund. Því næst hafi bílstjórinn neglt bremsunum niður með þeim afleiðingum að vagninn stoppaði mjög harkalega.

„Mörg af börnunum flugu úr sætum sínum niður á gólf með tilheyrandi ópum. Ég náði einhvernveginn að halda mér að mestu í sætinu. Ég sé að þrjár ungar stúlkur lenda í einni kös á gólfinu og ein af þeim lendir með andlitið harkalega í eitthvað rör sem er fyrir festingar á hjólastóla. Ég rýk fram til bílstjórans og spyr hvað sé eiginlega í gangi. Hann segir að hann hafi séð eitt barnið með opna kókdós og því hafi hann hemlað. Ég segi honum að svona akstursmáti sé ekki líðandi þar sem að börnin séu ekki í bílbelti. Hann yppir bara öxlum en er greinilega brugðið.“

Auðunn segir að þótt ótrúlegt megi virðast þá hafi bílstjórinn haldið áfram ferð sinni eins og ekkert hafi í skorist.

„Ég fer aftur í vagninn til að athuga hvort börnin sé í lagi. Ég sé að stúlkunni líður mjög illla enda er hún orðin mjög marin og blá öðru megin í andlitinu,“ heldur Auðunn áfram. „Lítill drengur svona um það bil 6 ára spyr mig hvort hann megi setjast hjá mér því hann sé hræddur og mjög illt í löppinni. Hann dregur upp síma og ég segi honum að hringja í foreldrana til að láta vita af sér. Hann biður mig um að ég fari með honum upp í Egilshöll því hann treystir sér ekki til að fara lengra einn.“

Auðunn segir vagninn hafa verið að nálgast hringtorgið við Reynisvatnsveg á þessum tímapunkti. „Ég rýk aftur að bílstjóranum og spyr hann hvort hann sé búinn að missa vitið, hér séu slösuð börn og það þurfi að stoppa vagninn til að hlúa að þeim og kanna meiðsl. Hann lætur ekki segjast heldur gefur enn í. Ég spyr hann þá hvort honum sé alveg sama hvort einhver er slasaður í vagninum. Hann svarar mér ekki. Ég fer því aftur í vagninn til að athuga hvað hægt sé að gera. Ég geng úr skugga um að börnin sem voru slösuð hafi náð sambandi við foreldra sína. Auðvitað átti ég að fara með börnunum sem voru meidd, áfram en ég ákvað í sjokkinu að fara úr vagninum á næstu stöð til að hringja í 112. Þar var tekin skýrsla og síðan fékk ég samband við lögregluna,“ segir Auðunn jafnframt.

Segir vagnstjórann hafa „panikkerað“

DV.is hafði samband við Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó sem staðfestir að málið hefði verið tilkynnt til fyrirtækisins. Þá segir hann að umræddur bílstjóri hafi fengið tiltal vegna atviksins. Jóhannes segist þó ekki hafa nákvæma vitneskju um hversu mörg börn slösuðust eða hversu alvarlega.

„Vagnstjórinn sem um ræðir hefur viðurkennt að hafa stigið of harkalega á bremsuna. Þetta eru stórir vagnar og þessar bremsur eru mjög næmar. Ég hef ekki fengið að vita nákvæmlega hversu margir hafa slasast en tryggingafélag okkar mun fara yfir þetta mál. Mér skilst að vagnstjórinn hafi bremsað of harkalega og þegar hann hugðist fara aftur í og athuga með farþegana þá hafi fullorðinn farþegi komið að máli við hann og í kjölfarið hafi hann „panikkerað“ og haldið áfram að keyra, í stað þess að fara eftir hinu hefðbundna verklagi hjá okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óttast að frægasta ketti landsins hafi verið rænt – „Er fólk ekki i lagi, aumingja Diegó?“

Óttast að frægasta ketti landsins hafi verið rænt – „Er fólk ekki i lagi, aumingja Diegó?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár
Fréttir
Í gær

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“
Fréttir
Í gær

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“