fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Lést í bílslysi á jóladag – Þrír menn flúðu vettvang

Pressan
Föstudaginn 30. desember 2022 17:45

Maria Carolina Do Nascimento Migel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 22 ára gamla Maria Carolina Do Nascimento Migel var að keyra bíl sinn í bænum Edgware á Englandi þegar um klukkan 15:45 síðastliðinn jóladag þegar hún lenti í árekstri. Hringt var í sjúkrabíl sem mætti á svæðið en ekki tókst að halda lífi í Migel sem lést á vettvangi. Karlmaður sem keyrði annan bíl sem lenti í árekstrinum fékk höfuðmeiðsl en þau voru þó ekki alvarleg. The Sun fjallaði um málið.

Tveir karlmenn, annar 29 ára og hinn 21 árs, voru handteknir síðar um daginn þar sem þeir voru grunaðir um að valda dauða með glæfralegum akstri en auk þess voru þeir grunaðir um að flýja vettvang árekstursins á fæti. Annar 32 ára karlmaður var svo handtekinn daginn eftir, grunaður um sömu brot og hinir mennirnir tveir. Allir þrír mennirnir eru nú lausir úr haldi lögreglu gegn tryggingu.

Lögreglan á svæðinu segir að áður en áreksturinn varð hafi hún beðið ökumann um að stöðva bifreið sína. Ökumaðurinn óhlýðnaðist lögreglunni og keyrði áfram í burtu en lögreglan ákvað ekki að elta hann. Skömmu síðar var bifreið þessa ökumanns hluti af árekstrinum. Lögreglan óskar nú eftir upplýsingum frá almenningi á svæðinu og freistar hún þess að einhver gæti mögulega hafa verið með myndavél í gangi í bílnum sínum. Upptökur úr slíkri myndavél gæti hjálpað með rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu