Eins og allir vita lést knattspyrnugoðsögnin Pelé í gær. Hann var 82 ára gamall og hafði lengi verið inniliggjandi á sjúkrahúsi.
Heimsbyggðin minnist Pelé og hefur fallegum orðum frá stærstu stjörnum fótboltans rignt yfir hann.
Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Brasilíu vegna andlátsins.
Margir rifja upp gömul ummæli Pelé um Diego Maradona nú.
„Einn daginn vona ég að við getum spilað fótbolta saman á himnum,“ sagði Pele þegar Maradona lést árið 2020.
Um er að ræða tvær af allra mestu goðsögnum fótboltans. Það eru án efa margir sem geta yljað sér við þá tilhugsun að þeir séu saman á himnum nú.