Förðunarfræðingurinn og athafnakonan Heiðdís Rós Reynisdóttir segist vera í sjokki yfir íslenskum konum en margar þeirra hafa verið mjög ágengar við áhrifavaldinn Kristján Einar Sigurbjörnsson á samfélagsmiðlum.
Kristján Einar, eða Kleini eins og hann er kallaður, bauð fylgjendum sínum á Instagram að spyrja sig að hverju sem er á miðlinum í gær. Margar konur nýttu tækifærið til að reyna við hann, sumar gengu svo langt að lýsa því hvernig þær vildu sofa hjá honum.
Hér má sjá lítið brot af skilaboðunum sem hann fékk:
„Ef ég myndi senda þér hvar ég bý, myndirðu koma og sofa hjá mér?“
„Segi það aftur.. ert fáránlega heitur og sexy.“
„Ég á kærasta en shit hvað mig langar í þig.“
„Mer langar að riða þer #ermeðþrönga.“
„Værirðu til í að barna mig.“
„Barnaðu mig líka!“
Karlmenn hafa líka reynt við áhrifavaldinn. „Ég er maðurinn sem mun láta þig finna til í líkamanum,“ sagði einn.
View this post on Instagram
Heiðdís Rós virtist hafa gaman að svörum Kleina og tjáði sig um það á Instagram.
„Sko ég er búin að vera að hlusta hérna á Kleina, ég er að drepast úr hlátri og ég vissi ekki að það væru svona margar graðar konur á Íslandi. Ég er bara í sjokki,“ sagði hún.
Þetta virðist hafa komið einhverju af stað en þau hafa birt myndir hvort af öðru á víxl á samfélagsmiðlum síðan þá.
Heiðdís Rós, eða Heiddis Ros Celebrity MUA eins og hún er þekkt erlendis, er búsett í Bandaríkjunum og flakkar milli Miami og Los Angeles.
Hún gaf einnig fylgjendum sínum á Instagram tækifæri til að spyrja sig ýmissa spurninga og sneri ein að starfi hennar. Hún sagðist reka lúxus VIP þjónustu þar sem hún fari með viðskiptavini út á lífið á heitustu skemmtistaðina og útvegi þeim snekkjur, þyrlur og allt sem þeir þurfa fyrir fríið.
Aðspurð hvort hún myndi slá sér upp með yngri karlmanni svaraði hún játandi.
„Já, ef markmið hans eru í takti við mín, og ef hann er þroskaður miðað við aldur. Og ég held að aldur sé bara tala, er það ekki?“
Tíu ár eru á milli Heiðdísar og Kristjáns Einars, hún varð 34 ára fyrr á árinu og hann 24 ára.
Seinna var hún spurð hreint út hvort hún myndi deita Kleina.
„Eru ekki allir sem vilja deita Kleina núna eða, veit það ekki,“ sagði hún kímin.