fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Keypti bandarísk hergögn á eBay – „Hörmulegar afleiðingar“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. desember 2022 08:00

Frá Afganistan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ekki flókið né dýrt fyrir þýskan sérfræðing í öryggismálum að kaupa sér bandarísk hergögn á eBay. Fyrir sem svarar til um 10.000 íslenskra króna fékk hann tæki sem heitir Secure Electronic Enrollment Kit (SEEK II) en tækið er á stærð við skókassa.

En þegar sérfræðingurinn, sem heitir Matthias Marx, fékk tækið brá honum mjög í brún. Hann taldi sig hafa verið að kaupa tæki sem getur tekið fingraför og skannað augasteina en óhætt er að segja að hann hafi fengið miklu meira fyrir peningana.

SEEK II var nefnilega fullt af upplýsingum. Marx hafði því skyndilega aðgang að nöfnum, þjóðerni, ljósmyndum, fingraförum og skönnum af augasteinum 2.632 manns. The New York Times skýrir frá þessu.

Fram kemur að stærstur hluti þessa fólks sé frá Írak og Afganistan. Á meðal þeirra séu margir þekktir hryðjuverkamenn. En einnig eru þarna gögn um fólk sem starfaði með bandaríska hernum eða var bara stöðvað við vegatálma.

Rannsókn á SEEK II leiddi í ljós að tækið var síðast notað 2012 í Afganistan.

Ekki er vitað hvernig tækið endaði á eBay en það þykir ekki gott því í því eru næg gögn til að hægt sé að nota þau til að hafa uppi á Afgöngum eða Írökum sem störfuðu með bandaríska hernum.

Stewart Baker, lögmaður sem vinnur með með mál tengd bandarískri öryggisstefnu, segir að SEEK II sé gott tæki til að nota á átakasvæðum en það verði að meðhöndla það af varkárni.

„Þetta ætti ekki að hafa gerst. Þetta er hörmulegt fyrir það fólk sem hefur verið afhjúpað og í versta falli geta afleiðingarnar orðið hörmulegar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?