fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að vopna lögregluna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. desember 2022 06:56

Lögreglumaður með rafvarnarvopn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að gera reglugerðarbreytingar og heimila lögreglunni að hefja innleiðingarferli að notkun rafvarnarvopna. Áður en lögreglumenn fá heimild til að bera slík vopn munu þeir ljúka viðeigandi þjálfun og ítarlegar verklagsreglur verða settar um beitingu þessara vopna.

Þetta kemur fram í grein sem Jón skrifar í Morgunblaðið í dag. Í henni segist hann hafa tekið þessa ákvörðun að vandlega íhuguðu máli.

Hann segir að í mörgum tilfellum muni rafvarnarvopn nýtast við að leysa mál með minni valdbeitingu en ella og auka öryggi lögreglumanna. Auk þess verði minni hætta á að sá sem þarf að yfirbuga verði fyrir skaða miðað við beitingu annarra valdbeitingarúrræða.

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Mynd: Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson

 

 

 

 

 

 

„Þá er mjög mikilvægt að lögreglumenn verði vel þjálfaðir í beitingu rafvarnarvopna og meðvitaðir um löggjöf og reglur um valdbeitingu því alltaf er hætta á skaða samfara valdbeitingu og notkun valdbeitingartækja. Slys á lögreglumönnum og öðrum eru of algeng, en skýrslur og reynsla erlendra lögregluembætta sýna að rafvarnarvopn eru árangursríkt tól við að draga úr slysa- og meiðslahættu þegar valdi er beitt,“ segir hann.

Morgunblaðið hefur eftir Ólafi Erni Bragasyni, forstöðumanni Menntaseturs lögreglunnar, að ákvörðun dómsmálaráðherra þýði ekki að rafvarnarvopn verði tekin í notkun samstundis. „Búnaðurinn er ekki til í landinu og þegar ráðherra gefur heimild þá þarf að hefjast handa við að undirbúa kaup á búnaðinum,“ sagði hann og benti á að bjóða þurfi kaupin út og þjálfa þá sem munu kenna lögreglumönnum að nota búnaðinn. Þessir kennarar muni þurfa tilskilin réttindi til að annast þessa þjálfun. Ekkert muni gerast í þessum efnum fyrr en það er allt í höfn.

Hann sagðist telja að miðað við að reglunum verði breytt núna og allt gangi að óskum þá geti liðið allt að hálft ár áður en lögreglumenn fara að nota rafvarnarvopn.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang

Árekstur þriggja bíla við Hamraborg – Dælubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt