Varnarmaðurinn Domenico Criscito er hættur við að hætta og hefur skrifað undir samning við Genoa á Ítalíu.
Þar mun Criscito spila með íslenskum landsliðsmanni en Albert Guðmunssoon er á mála hjá félaginu.
Criscito er 35 ára gamall en hann gaf það út fyrr á þessu ári að hann væri hættur eftir dvöl hjá Toronto í MLS-deildinni.
Criscito er nú búinn að taka þá ákvörðun til baka og mun leika í Serie B með Genoa sem stefnir upp.
Um er að ræða fyrrum ítalskan landsliðsmann sem lék 26 landsleiki og á einnig að baki yfir 200 leiki fyrir einmitt Genoa á ferlinum.